Enski boltinn

Aron með þriðja fallegasta mark enska bikarsins í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson fagnar hér marki sínu í leiknum.
Aron Einar Gunnarsson fagnar hér marki sínu í leiknum. Mynd/AFP

Aron Einar Gunnarsson skoraði þriðja fallegasta bikarmark ársins í Englandi í ár en þetta kom fram í lok beinnar útsendingar frá enska bikarúrslitaleiknum á Stöð 2 Sport í dag. Aron skoraði markið fyrir Coventry á móti Blackburn.

Aron skoraði markið sitt 14. febrúar í leik á móti Blackburn Rovers á Ewood Park í 5. umferð. Aron tók við boltanum fyrir utan teig og lét vaða á markið. Boltinn söng í netinu og Aron var mikið í fréttunum í kjölfarið.

Í sætunum fyrir ofan Aron Einar voru, Nathan Tyson hjá Nottingham Forrest og Eduardo hjá Arsenal en meðal þeirra sem voru fyrir neðan okkar mann voru þeir Steven Gerrard hjá Liverpool og Carlos Tevez hjá Manchester United.

 









Fallegustu mörk enska bikarsins 2008-09
Markið hans Arons.Mynd/AFP

1. Eduardo, Arsenal á móti Burnley

2. Nathan Tyson, Nottingham Forrest á móti Manchester City

3. Aron Einar Gunnarsson, Coventry á móti Blackburn

4. Danny Webber, Sheffield United á móti Charlton

5. Steven Gerrard, Liverpool á móti Everton








Fleiri fréttir

Sjá meira


×