Enski boltinn

Crewe: Ákvörðun tekin um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Þórðarson er mögulega á leið til Crewe.
Guðjón Þórðarson er mögulega á leið til Crewe. Mynd/Daníel
Búist er við því að ákvörðun verður tekin nú um helgina, líklega á morgun, um hvort Guðjón Þórðarson eða John Ward verði ráðinn knattspyrnustjóri enska C-deildarliðsins Crewe Alexandra.

Dario Gradi, einn stjórnarmanna félagsins og núverandi knattspyrnustjóri, á von á því að ákvörðun verði tekin fljótlega. Gradi hefur tímabundið sinn starfi knattspyrnustjóra síðan að Matt Holland var vikið úr starfi í síðasta mánuði.

„Það gæti verið að við myndum vilja taka fleiri viðtöl," sagði Gradi í samtali við enska fjölmiðla. „Sumir stjórnarmannanna hafa ekki hitt alla þá sem koma til greina en úr því verður bætt um helgina," sagði Gradi.

Crewe mætir Millwall í dag og segir Gradi að hann búist fastlega við því að það verði hans síðasti leikur sem knattspyrnustjóri liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×