Enski boltinn

Gallas-málið það erfiðasta á ferlinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
William Gallas og Arsene Wenger fagna sigri Arsenal á Manchester United í byrjun nóvember.
William Gallas og Arsene Wenger fagna sigri Arsenal á Manchester United í byrjun nóvember. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að vandræðin í kringum William Gallas sé það erfiðasta sem hann hefur þurft að glíma við á sínum ferli.

Gallas sagði í viðtali nú fyrir skömmu að leikmenn Arsenal væru huglausir og gagnrýndi hann einn leikmann sérstaklega án þess þó að nefna viðkomandi á nafn.

Í kjölfarið ákvað Wenger að taka fyrirliðabandið af Gallas og gerði Cesc Fabregas að fyrirliða liðsins.

Wenger hefur hins vegar að öðru leyti staðið að baki Gallas og sagt að hann eigi sér framtíð hjá félaginu.

„Allt það sem átt sér stað í kringum Gallas var það erfiðasta sem ég hef þurft að glíma við," sagði Wenger í samtali við France Football.

„Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Hann lenti í miðjum fjölmiðlastormi og það sem hann sagði var afbakað í fjölmiðlum."

„Hann hefur náð góðu jafnvægi í sínum leik að nýju en ég er ekki viss um að hugarfarið sé í góðu jafnvægi," bætti Wenger við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×