Innlent

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tjá sig ekki

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er þögull, að Vilhjálmi undanskildum.
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er þögull, að Vilhjálmi undanskildum.

Enginn af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem voru á fundi borgarstjórnarflokksins í Valhöll fyrir stundu svarar símanum.

Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson, oddviti flokksins, ræddi við blaðamenn eftir fundinn en enginn af borgarfulltrúunum vildi tjá sig um hvað fór fram á fundinum.

Júlíus Vífill, Þorbjörg Helga og Jórunn Frímannsdóttir yfirgáfu fundinn og vildu ekkert segja við blaðamenn. Gísli Marteinn og Hanna Birna yfirgáfu síðan Valhöll með því að fara út um kjallara hússins.

Vísir hefur síðan reynt að ná í borgarfulltrúana en enginn þeirra hefur svarað símanum fyrir utan Gísla Martein en það var á tali hjá honum.

Fram kom í máli Vilhjálms að hann hyggðist ekki hætta sem borgarfulltrúi og taldi að hann hefði axlað ábyrgð í REI-málinu þegar meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sprakk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×