Innlent

Lögreglu var óheimilt að nota eftirfararbúnað til að fylgjast með grunuðum manni

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að lögreglunni hefði verið óheimilt að nota eftirfararbúnað til að fylgjast með grunuðum manni. Í dómsorði segir að sóknaraðila, Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, beri að láta af þeirri rannsóknaraðgerð að fylgjast með ferðum bifreiðar varnaraðila með eftirfararbúnaði.

Forsaga málsins er sú að varnaraðili fann búnað á bifreið sinni sem hann telur í eigu sóknaraðila og telur hann að búnaðinum hafi verið ætlað að fylgjast með ferðum sínum. Lögreglan andmælti því ekki að búnaðurinn væri í hennar eigu og að honum hafi verið komið fyrir á bifreiðinni. Vörn lögreglu í málinu fólst furst og fremst í því að færa fyrir því rök að henni hafi verið heimilt að grípa til aðgerða af því tagi sem um ræðir og það án dómsúrskurðar og sérstakrar lagaheimildar.

Hæstiréttur var ekki sammála lögreglu í málinu og því var ekki fallist á kröfu hennar um að málinu yrði vísað frá dómi.

Þá segir einnig að allur kærumálskostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs verjanda mannsins, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, 186.750 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×