Innlent

SBK hættir að keyra vegna veðurs

Fyrirtækið SBK, sem sér um strætisvagnaferðir í Reykjanesbæ er hætt akstri í dag vegna veðurs. Fulltrúi fyrirtækisins segir að blindbylur sé nú í bænum og ekkert vit í því að reyna að halda áfram akstri. Hann biður foreldra að huga að börnum sínum ef þau hafa ætlað heim í strætó.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×