Innlent

Stirð og stíf eftir umferðarslys við Grjótháls

Tveggja bíla árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrabrautar í hádeginu.
Tveggja bíla árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrabrautar í hádeginu. Mynd/ Guttormur Ingi

Mikill erill hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna veðurhams og ófærðar í dag. Í morgun var ekið á konu við grjótháls. Konan fór á slysadeild eftir slysið og varð þar enn þegar Vísir náði tali af henni klukkan fjögur. Í samtali við Vísi sagðist hún hafa sloppið vel miðað við höggið sem hún fékk en sé nokkuð stirð og stíf.

Alls hafa 18 óhöpp verið tilkynnt frá því klukkan sex í morgun sem er töluvert umfram það sem gerist á meðaldegi. Tveggja bíla árekstur varð á gatnamótum Kringlumýrabrautar og Suðurlandsbrautar í hádeginu og þurfti að draga aðra bifreiðina á brott með kranabíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×