Innlent

Ökumaður keyrði inn í snjóflóð í Súðarvíkurhlíð

Snjómokstur á Súðavík
Snjómokstur á Súðavík

Snjóflóð féll úr Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð fyrir stundu. Einn ökumaður keyrði inn í flóðið og er hann ómeiddur. Lögreglan er nýkomin á staðinn en búið er að loka veginum.

Veginum á milli Hnífsdals og Bolungarvíkur sem gjarnan er nefndur Óshlíð hefur einnig verið lokað. Og veginum á milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Nokkur flóð hafa fallið á veginn og staðfestir lögregla að minnsta kosti tvö.

Vegagerðin vinnur nú við að hreinsa upp flóðin og bjarga því fólki sem er á veginum. Að sögn lögreglu eru aðstæður mjög slæmar, mikill snjór og skyggni einungis nokkrir metrar.

Frekari fréttir af ástandinu verða birtar þegar upplýsingar berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×