Framlag Íslendinga mikilvægt Guðjón Helgason skrifar 8. apríl 2008 18:45 Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og friðarverðlaunahafi Nóbels, þykir mikið til framlags Íslands í loftslagsmálum koma. Þeir leggi til mikilvægt tæki og þekkingu í baráttuna gegn hlýnun jarðar. Gore hefur tekið umhverfismál upp á sína arma svo eftir því hefur verið tekið síðan hann tapaði fyrir George Bush í umdeildum forsetakosningum árið 2000. Í fyrra fékk heimildarmynd hans um loftslagsmál óskarsverðlaun og hann sjálfur friðarverðlaun Nóbels. Helstu ráðamenn og forkólfar í íslensku viðskiptalífi fjölmenntu í Háskólabíó í morgun til að hlýða á boðskap varaforsetans fyrrverandi. Hann byrjaði á að þakka fyrir sig á íslensku. Hann vakti mikla kátínu þegar hann kynnti sig þannig að hann hefði einu sinni verið verðandi forseti Bandaríkjanna. Hann vék orðum að gestgjafa sínum og aldavin, Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, þegar hann ræddi vinnufund á Bessastöðum í gær. Hann sagði Ólaf Ragnar eina forsetann í heiminum sem myndi fá átta vísindamenn á slíkan fund til að flytja átta mismunandi fyrirlestra um hlýnun jarðar og loftslagsmál. Þetta hafi þó verið það sem Gore hefði þótt mest spennandi og það hafi forset Íslands vitað. Gore sagði framlag Íslendinga í baráttunni gegn loftslagsbreytingum mikilvægt. Honum þætti mikið til þess koma hvernig Íslendingar hefðu tekið forystu í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Þeir þróuðu nýja tækni og hefðu í sínum röðum verkfræðinga sem hefðu margt fram að færa. Gore kynnti sér starfsemi Hitaveitu Suðurnesja og Bláa lónið í hádeginu og síðan starfsemi Glitnis á sviði endurnýjanlegrar orku. Hann fór síðan af landi brott síðdegis. Fréttir Innlent Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og friðarverðlaunahafi Nóbels, þykir mikið til framlags Íslands í loftslagsmálum koma. Þeir leggi til mikilvægt tæki og þekkingu í baráttuna gegn hlýnun jarðar. Gore hefur tekið umhverfismál upp á sína arma svo eftir því hefur verið tekið síðan hann tapaði fyrir George Bush í umdeildum forsetakosningum árið 2000. Í fyrra fékk heimildarmynd hans um loftslagsmál óskarsverðlaun og hann sjálfur friðarverðlaun Nóbels. Helstu ráðamenn og forkólfar í íslensku viðskiptalífi fjölmenntu í Háskólabíó í morgun til að hlýða á boðskap varaforsetans fyrrverandi. Hann byrjaði á að þakka fyrir sig á íslensku. Hann vakti mikla kátínu þegar hann kynnti sig þannig að hann hefði einu sinni verið verðandi forseti Bandaríkjanna. Hann vék orðum að gestgjafa sínum og aldavin, Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, þegar hann ræddi vinnufund á Bessastöðum í gær. Hann sagði Ólaf Ragnar eina forsetann í heiminum sem myndi fá átta vísindamenn á slíkan fund til að flytja átta mismunandi fyrirlestra um hlýnun jarðar og loftslagsmál. Þetta hafi þó verið það sem Gore hefði þótt mest spennandi og það hafi forset Íslands vitað. Gore sagði framlag Íslendinga í baráttunni gegn loftslagsbreytingum mikilvægt. Honum þætti mikið til þess koma hvernig Íslendingar hefðu tekið forystu í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Þeir þróuðu nýja tækni og hefðu í sínum röðum verkfræðinga sem hefðu margt fram að færa. Gore kynnti sér starfsemi Hitaveitu Suðurnesja og Bláa lónið í hádeginu og síðan starfsemi Glitnis á sviði endurnýjanlegrar orku. Hann fór síðan af landi brott síðdegis.
Fréttir Innlent Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira