Enski boltinn

Góða löggan og vonda löggan

Redknapp og Adams ná vel saman hjá Portsmouth
Redknapp og Adams ná vel saman hjá Portsmouth NordcPhotos/GettyImages

Tony Adams, aðstoðarstjóri Harry Redknapp hjá Portsmouth, segir að þeir félagar bregði sér í hlutverk góðu og vondu löggunnar í búningsklefanum hjá liðinu.

Portsmouth hefur náð fínum árangri í ensku úrvalsdeildinni í vetur og á ágæta möguleika á að sigra í ensku bikarkeppninni, þar sem liðið er komið í undanúrslitin. Tony Adams segist ná vel saman við gamla refinn Redknapp á hliðarlínunni því þeir séu með skemmtilega ólíkan stíl til að ná til leikmanna.

"Þegar leikmennirnir spila vel, láta þeir okkur Harry líta vel út, en við erum með nokkuð ólíkan stíl. Harry minnir mig á pabba minn, því hann er þjálfari af gamla skólanum. Ég er aðeins tæknilegri. Harry er maður sem lætur tilfinningarnar ráða og er heitari - ég reyni frekar að telja upp í tíu áður en ég læt menn heyra það. Hann hefur kennt mér mikið í sambandi við þjálfun og það má segja að við séum góða löggan og vonda löggan í búningsklefanum," sagði Adams í samtali við Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×