Innlent

Einkaþotuflugið óvistvænt bruðl

Bjarni Harðarson.
Bjarni Harðarson.

Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir það óverjandi að ferðast með einkaþotu á NATO-fundinn eins og þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir Haarde ákváðu að gera og Vísir greindi frá í gær.

Heimildir Vísis herma að kostnaðaraukinn við það fyrirkomulag nemi sex milljónum króna. Bjarni segir það bruðl en hann segir ekki síður slæmt fordæmi gefið í sambandi við umhverfismálin.

„Ég tel forkastanlegt á okkar tímum að ráðherrar þurfi einkaþotur til að fara á milli landa," segir Bjarni. „Landið er ágætlega tengt við umheiminn með áætlunarflugi og það er bruðl að fara þessa leið."

Að mati Bjarna er flugið líka forkastanlegt ef litið er til umhverfissjónarmiða. „Burtséð frá kostnaði þá er ekki síður slæmt að fljúga með einkaþotum út frá umhverfisverndarsjónarmiðum. Í þeim málum dugar ekki bara að tala heldur verða menn að sýna gott fordæmi með eigin verkum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×