Innlent

Jóhann vinnur að úrlausn vandamála með ráðuneyti

MYND/Valli

Jóhann Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur ekki sagt upp starfi sínu hjá lögregluembættinu á Suðurnesjum og mun í nánu samráði við dómsmálaráðuneytið leiða embættið í því að vinna að úrlausn þeirra vandamála sem blasað hafa við.

Þetta kemur fram í bréfi sem starfsmenn embættisins fengu sent í dag. Eins og fram kom í fréttum í síðustu viku hugðist Jóhann biðjast lausnar og var það vegna óánægju með þá ákvörðun yfirvalda að skipta upp embættinu á Suðurnesjum og skilja að lögreglu og tollgæslu. Síðastliðið ár hefur hvort tveggja heyrt undir lögreglustjórann.

Mikil óánægja hefur verið með þessa ákvörðun og hefur Jóhann fundað með dómsmálaráðherra vegna málsins. Niðurstaða þeirra funda er sú að Jóhann hefur ekki sagt upp starfi sínu og muni í samráði við ráðuneytið vinna að úrlausn mála hjá lögregluembættinu. Þeirri úrvinnslu er ætlaður skammur tími og mun embættið á meðan á henni stendur halda áfram á sömu braut og hingað til, eins og segir í bréfi til starfsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×