Innlent

Fáir aka of hratt í göngunum

MYND/PJ

Aðeins eitt prósent bíla, sem óku um Hvalfjarðargöng frá föstudegi fram á mánudag, reyndist vera á of miklum hraða, samkvæmt mælingum lögreglunnar.

70 kílómetra hámarkshraði er í göngunum og var meðalhraði þeirra fáu, sem fóru of hratt, 84 kílómetrar á klukkusutnd. Útkoman var mun verri þegar lögregla mældi hraða á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gær, en þar fóru 14 próent ökumanna of hratt og rúmlega 40 prósent fóru of hratt um Fléttuvelli í Hafnarfirði í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×