Gore gistir á snekkju Saddams á Íslandi 1. apríl 2008 07:52 Al Gore, friðarverðlaunahafi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna. Nóbelsverðlaunahafinn Al Gore mun gista á snekkju Saddams Hussein á meðan hann dvelur á Íslandi í næstu viku. Snekkjan er í eigu athafnamannsins Pálma Haraldssonar sem keypti hana fyrir skömmu. Þetta staðfesti Pálmi í samtali við Vísi í morgun . Aðspurður hvort almenningi gefist kostur á að skoða snekkjuna sagði Pálmi að hún myndi liggja við Viðeyjarbryggju á milli 12 og 14 í dag og áhugasömum væri frjálst að skoða snekkjuna að innan sem utan á þeim tíma. Eftir það tæki bandaríska leyniþjónustan við snekkjunni. „Bandaríska leyniþjónustan vill fara yfir snekkjuna af öryggisástæðum og velja heppilegan svefnstað fyrir Gore. Ég veit ekki hvar þeir ætla að planta honum en hef þó heyrt að hann vilji fyrir alla muni vera nálægt Friðarsúlunni," segir Pálmi aðspurður um af hverju snekkjan komi svona langt á undan Gore til landsins. Pálmi segist hafa kynnst Gore fyrir þremur árum þegar þeir sátu saman í veitingasal á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. „Hann bauð af sér góðan þokka. Við ræddum saman í nokkra stund um heimsmálin en síðan skildu leiðir. „Ég flaug heim með Iceland Express en hann flaug áfram til Kína, væntanlega á fyrsta farrými," segir Pálmi. Pálmi segir að þeir hafi skipst á nafnspjöldum og hann hafi ákveðið að bjóða Gore að gista á snekkjunni þegar hann frétti af komu hans til landsins. „Al Gore er höfðingi og það þýðir ekkert annað en að bjóða honum vistarverur þjóðhöfðingja," segir Pálmi og hlær. Hann bætti því við að það færi vel á því að snekkja þessa illræmda einræðisherra fengi nú það hlutverk að hýsa friðarverðlaunahafa Nóbels, það væri tímanna tákn. Vísir greindi frá því í desember að Viðskiptahúsið væri með snekkju Saddams til sölu og Pálmi segir þá frétt hafa komið sér á sporið. „Mér bauðst að kaupa snekkjuna á góðu verði og gat einfaldlega ekki sleppt tækifærinu. Það er ekki á hverjum degi sem manni tekst að tryggja sér hluta af mannkynnsögunni," segir Pálmi. Hann viðurkennir að það hafi ekki verið ætlunin að flytja snekkjuna til landsins en fyrst hún sé komin er hann meira en tilbúinn til að opna dyrnar á híbýlum Husseins fyrir áhugasömu Íslendingum. „Ég ætlaði nú að nota hana í Miðjarðarhafinu en það er bara skemmtilegt að koma með hana til Íslands," segir Pálmi. Það ætti ekki að væsa um Gore og konu hans Tipper um borð í snekkjunni glæsilegu. Vilhjálmur Ólafsson, fasteigna- og skipasali hjá Viðskiptahúsinu, sagði í samtali við Vísi að salan á snekkjunni til Íslendings hefði komið skemmtilega á óvart. „Þetta var kærkomin búbót upp á 50 milljónir og við kvörtum svo sannarlega ekki," segir Vilhjálmur. Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis, vildi ekkert tjá sig um gististað Al Gore þegar Vísir ræddi við hann í morgun. „Við erum bundnir trúnaði við Gore," sagði Már en Nóbelsverðlaunahafinn mun halda fyrirlestur á málþingi sem Glitnir stendur fyrir. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafinn Al Gore mun gista á snekkju Saddams Hussein á meðan hann dvelur á Íslandi í næstu viku. Snekkjan er í eigu athafnamannsins Pálma Haraldssonar sem keypti hana fyrir skömmu. Þetta staðfesti Pálmi í samtali við Vísi í morgun . Aðspurður hvort almenningi gefist kostur á að skoða snekkjuna sagði Pálmi að hún myndi liggja við Viðeyjarbryggju á milli 12 og 14 í dag og áhugasömum væri frjálst að skoða snekkjuna að innan sem utan á þeim tíma. Eftir það tæki bandaríska leyniþjónustan við snekkjunni. „Bandaríska leyniþjónustan vill fara yfir snekkjuna af öryggisástæðum og velja heppilegan svefnstað fyrir Gore. Ég veit ekki hvar þeir ætla að planta honum en hef þó heyrt að hann vilji fyrir alla muni vera nálægt Friðarsúlunni," segir Pálmi aðspurður um af hverju snekkjan komi svona langt á undan Gore til landsins. Pálmi segist hafa kynnst Gore fyrir þremur árum þegar þeir sátu saman í veitingasal á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. „Hann bauð af sér góðan þokka. Við ræddum saman í nokkra stund um heimsmálin en síðan skildu leiðir. „Ég flaug heim með Iceland Express en hann flaug áfram til Kína, væntanlega á fyrsta farrými," segir Pálmi. Pálmi segir að þeir hafi skipst á nafnspjöldum og hann hafi ákveðið að bjóða Gore að gista á snekkjunni þegar hann frétti af komu hans til landsins. „Al Gore er höfðingi og það þýðir ekkert annað en að bjóða honum vistarverur þjóðhöfðingja," segir Pálmi og hlær. Hann bætti því við að það færi vel á því að snekkja þessa illræmda einræðisherra fengi nú það hlutverk að hýsa friðarverðlaunahafa Nóbels, það væri tímanna tákn. Vísir greindi frá því í desember að Viðskiptahúsið væri með snekkju Saddams til sölu og Pálmi segir þá frétt hafa komið sér á sporið. „Mér bauðst að kaupa snekkjuna á góðu verði og gat einfaldlega ekki sleppt tækifærinu. Það er ekki á hverjum degi sem manni tekst að tryggja sér hluta af mannkynnsögunni," segir Pálmi. Hann viðurkennir að það hafi ekki verið ætlunin að flytja snekkjuna til landsins en fyrst hún sé komin er hann meira en tilbúinn til að opna dyrnar á híbýlum Husseins fyrir áhugasömu Íslendingum. „Ég ætlaði nú að nota hana í Miðjarðarhafinu en það er bara skemmtilegt að koma með hana til Íslands," segir Pálmi. Það ætti ekki að væsa um Gore og konu hans Tipper um borð í snekkjunni glæsilegu. Vilhjálmur Ólafsson, fasteigna- og skipasali hjá Viðskiptahúsinu, sagði í samtali við Vísi að salan á snekkjunni til Íslendings hefði komið skemmtilega á óvart. „Þetta var kærkomin búbót upp á 50 milljónir og við kvörtum svo sannarlega ekki," segir Vilhjálmur. Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis, vildi ekkert tjá sig um gististað Al Gore þegar Vísir ræddi við hann í morgun. „Við erum bundnir trúnaði við Gore," sagði Már en Nóbelsverðlaunahafinn mun halda fyrirlestur á málþingi sem Glitnir stendur fyrir.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira