Gore gistir á snekkju Saddams á Íslandi 1. apríl 2008 07:52 Al Gore, friðarverðlaunahafi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna. Nóbelsverðlaunahafinn Al Gore mun gista á snekkju Saddams Hussein á meðan hann dvelur á Íslandi í næstu viku. Snekkjan er í eigu athafnamannsins Pálma Haraldssonar sem keypti hana fyrir skömmu. Þetta staðfesti Pálmi í samtali við Vísi í morgun . Aðspurður hvort almenningi gefist kostur á að skoða snekkjuna sagði Pálmi að hún myndi liggja við Viðeyjarbryggju á milli 12 og 14 í dag og áhugasömum væri frjálst að skoða snekkjuna að innan sem utan á þeim tíma. Eftir það tæki bandaríska leyniþjónustan við snekkjunni. „Bandaríska leyniþjónustan vill fara yfir snekkjuna af öryggisástæðum og velja heppilegan svefnstað fyrir Gore. Ég veit ekki hvar þeir ætla að planta honum en hef þó heyrt að hann vilji fyrir alla muni vera nálægt Friðarsúlunni," segir Pálmi aðspurður um af hverju snekkjan komi svona langt á undan Gore til landsins. Pálmi segist hafa kynnst Gore fyrir þremur árum þegar þeir sátu saman í veitingasal á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. „Hann bauð af sér góðan þokka. Við ræddum saman í nokkra stund um heimsmálin en síðan skildu leiðir. „Ég flaug heim með Iceland Express en hann flaug áfram til Kína, væntanlega á fyrsta farrými," segir Pálmi. Pálmi segir að þeir hafi skipst á nafnspjöldum og hann hafi ákveðið að bjóða Gore að gista á snekkjunni þegar hann frétti af komu hans til landsins. „Al Gore er höfðingi og það þýðir ekkert annað en að bjóða honum vistarverur þjóðhöfðingja," segir Pálmi og hlær. Hann bætti því við að það færi vel á því að snekkja þessa illræmda einræðisherra fengi nú það hlutverk að hýsa friðarverðlaunahafa Nóbels, það væri tímanna tákn. Vísir greindi frá því í desember að Viðskiptahúsið væri með snekkju Saddams til sölu og Pálmi segir þá frétt hafa komið sér á sporið. „Mér bauðst að kaupa snekkjuna á góðu verði og gat einfaldlega ekki sleppt tækifærinu. Það er ekki á hverjum degi sem manni tekst að tryggja sér hluta af mannkynnsögunni," segir Pálmi. Hann viðurkennir að það hafi ekki verið ætlunin að flytja snekkjuna til landsins en fyrst hún sé komin er hann meira en tilbúinn til að opna dyrnar á híbýlum Husseins fyrir áhugasömu Íslendingum. „Ég ætlaði nú að nota hana í Miðjarðarhafinu en það er bara skemmtilegt að koma með hana til Íslands," segir Pálmi. Það ætti ekki að væsa um Gore og konu hans Tipper um borð í snekkjunni glæsilegu. Vilhjálmur Ólafsson, fasteigna- og skipasali hjá Viðskiptahúsinu, sagði í samtali við Vísi að salan á snekkjunni til Íslendings hefði komið skemmtilega á óvart. „Þetta var kærkomin búbót upp á 50 milljónir og við kvörtum svo sannarlega ekki," segir Vilhjálmur. Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis, vildi ekkert tjá sig um gististað Al Gore þegar Vísir ræddi við hann í morgun. „Við erum bundnir trúnaði við Gore," sagði Már en Nóbelsverðlaunahafinn mun halda fyrirlestur á málþingi sem Glitnir stendur fyrir. Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafinn Al Gore mun gista á snekkju Saddams Hussein á meðan hann dvelur á Íslandi í næstu viku. Snekkjan er í eigu athafnamannsins Pálma Haraldssonar sem keypti hana fyrir skömmu. Þetta staðfesti Pálmi í samtali við Vísi í morgun . Aðspurður hvort almenningi gefist kostur á að skoða snekkjuna sagði Pálmi að hún myndi liggja við Viðeyjarbryggju á milli 12 og 14 í dag og áhugasömum væri frjálst að skoða snekkjuna að innan sem utan á þeim tíma. Eftir það tæki bandaríska leyniþjónustan við snekkjunni. „Bandaríska leyniþjónustan vill fara yfir snekkjuna af öryggisástæðum og velja heppilegan svefnstað fyrir Gore. Ég veit ekki hvar þeir ætla að planta honum en hef þó heyrt að hann vilji fyrir alla muni vera nálægt Friðarsúlunni," segir Pálmi aðspurður um af hverju snekkjan komi svona langt á undan Gore til landsins. Pálmi segist hafa kynnst Gore fyrir þremur árum þegar þeir sátu saman í veitingasal á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. „Hann bauð af sér góðan þokka. Við ræddum saman í nokkra stund um heimsmálin en síðan skildu leiðir. „Ég flaug heim með Iceland Express en hann flaug áfram til Kína, væntanlega á fyrsta farrými," segir Pálmi. Pálmi segir að þeir hafi skipst á nafnspjöldum og hann hafi ákveðið að bjóða Gore að gista á snekkjunni þegar hann frétti af komu hans til landsins. „Al Gore er höfðingi og það þýðir ekkert annað en að bjóða honum vistarverur þjóðhöfðingja," segir Pálmi og hlær. Hann bætti því við að það færi vel á því að snekkja þessa illræmda einræðisherra fengi nú það hlutverk að hýsa friðarverðlaunahafa Nóbels, það væri tímanna tákn. Vísir greindi frá því í desember að Viðskiptahúsið væri með snekkju Saddams til sölu og Pálmi segir þá frétt hafa komið sér á sporið. „Mér bauðst að kaupa snekkjuna á góðu verði og gat einfaldlega ekki sleppt tækifærinu. Það er ekki á hverjum degi sem manni tekst að tryggja sér hluta af mannkynnsögunni," segir Pálmi. Hann viðurkennir að það hafi ekki verið ætlunin að flytja snekkjuna til landsins en fyrst hún sé komin er hann meira en tilbúinn til að opna dyrnar á híbýlum Husseins fyrir áhugasömu Íslendingum. „Ég ætlaði nú að nota hana í Miðjarðarhafinu en það er bara skemmtilegt að koma með hana til Íslands," segir Pálmi. Það ætti ekki að væsa um Gore og konu hans Tipper um borð í snekkjunni glæsilegu. Vilhjálmur Ólafsson, fasteigna- og skipasali hjá Viðskiptahúsinu, sagði í samtali við Vísi að salan á snekkjunni til Íslendings hefði komið skemmtilega á óvart. „Þetta var kærkomin búbót upp á 50 milljónir og við kvörtum svo sannarlega ekki," segir Vilhjálmur. Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis, vildi ekkert tjá sig um gististað Al Gore þegar Vísir ræddi við hann í morgun. „Við erum bundnir trúnaði við Gore," sagði Már en Nóbelsverðlaunahafinn mun halda fyrirlestur á málþingi sem Glitnir stendur fyrir.
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira