Innlent

Fullbókað á fundinn með Al Gore í Háskólabíó

Fullbókað er á opinn fund um umhverfismál með Al Gore fyrrum varaforseta Bandaríkjanna í Háskólabíói þriðjudaginn 8. apríl næst komandi.

Fundurinn sem haldinn er á vegum Glitnis og Háskóla Íslands var fyrst auglýstur í blaðaauglýsingu í gær. Strax á hádegi í dag voru allir miðar bókaðir en ósóttum pöntunum verður ráðstafað eftir 4. apríl.

„Þessar góðu undirtektir eru okkur sem stöndum að fundinum mikið ánægjuefni en þær koma í sjálfu sér ekki á óvart því þarna gefst áhugamönnum hér á landi einstakt tækifæri til að kynnast sjónarmiðum eins mesta áhrifamann heimsins í umhverfismálum," segir Már Másson forstöðumaður kynningarmála hjá Glitni í tilkynningu um málið.

Hann segir fundinn með Al Gore mikilvægan þátt í markaðsstarfi Glitnis á sviði endurnýjanlegra orkugjafa en umsvif bankans á þeim vettvangi í Bandaríkjunum fari sívaxandi. Fundarstjóri í Háskólabíói verður Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×