Innlent

Formleg afsögn hefur ekki verið lögð fram

Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur tjáð Einari K. Guðfinnssyni, settum dómsmálaráðherra, í fjarveru Björns Bjarnasonar að hann óski eftir viðræðum um starfslok.

Samkvæmt heimildum féttastofu Stöðvar 2 hefur formleg afsögn þó ekki verið lögð fram, sem ef til vill bíður heimkomu Björns Bjarnasonar, sem nýverið tók þá ákvörðun að skipta embættinu upp í þrjár einingar.

Kom það lögreglumönnum, öryggisvörðum og tollvörðum embættisins í opna skjöldu því ekkert mat hefur farið fram á áhrifum slíkra uppskipta. Þá er aðeins eitt ár síðan embættin voru sameinuð í hagræðingarskyni, bæði fjárhagslega og í því augnamiði að starf hópanna yrði markvissara ef þeir ynnu saman undir einum hatti.

Samkvæmt nýrri ákvörðun dómsmálaráðherra á að skipta embætti lögreglustjórans upp þar sem lögregla yrði sérstök eining undir dómsmálaráðuneyti, tollverðir færu undir fjármálaráðuneyti og öryggisverðir undir samgönguráðuneyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×