Innlent

Verulega dregur úr íbúðalánum

Verulega hefur dregið úr nýjum íbúðalánum síðustu mánuði en enn er mikill áhugi fyrir gengisbundnum lánum. Þrátt fyrir mikla hækkun stýrivaxta undanfarin ár hefur ekki dregið úr yfirdráttarlánum heimila.

Þetta kemur fram í hálffimmfréttum Kaupþings. Þar kemur fram að verulega hafi dregið úr nýjum útlánum vegna íbúðakaupa síðustu mánuði en jafnframt bendi tölur Seðlabankans til þess að heimili hafi verið að greiða upp lánin sín. Hins vegar sé enn mikill áhugi fyrir myntkörfulánum enda er þau hagstæð um þessar mundir. Gengisbundin lán eru rúmlega 18 prósent af heildarskuldum heimilanna og um tólf prósent af íbúðarlánum heimilanna eru í erlendri mynt.

Eins og kunnugt er þá bera yfirdráttarlán heimilanna skammtímavexti og því hafa breytingar á stýrivöxtum strax áhrif. Stýrivextir Seðlabankans hafa aldrei verið hærri síðan 2001 og ættu því að draga úr löngum almennings til að skulda yfirdrátt.

Svo er þó ekki því frá því um mitt síðasta ár hafa yfirdrættir landsmanna fremur verið að aukast. Í lok febrúar höfðu yfirdráttarlán heimilanna þó dregist saman um einn og hálfan milljarð frá fyrri mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×