Innlent

Barbadosar vilja þróunarsamstarf við Íslendinga

Utanríkisráðherra er nú stödd ásamt sendinefnd á Barbados.
Utanríkisráðherra er nú stödd ásamt sendinefnd á Barbados. MYND/Pjetur

Stjórnvöld á Barbados vilja koma á fót formlegu sambandi við Ísland á sviði þróunarmála.

Þetta kom fram í máli utanríkisráðherra Barbados á ráðstefnu um lítil eyþróunarríki sem haldin er í tengslum við heimsókn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra og íslenskrar sendinefndar til landsins.

Fram kemur í The Nation Newspaper á Barbados að Christopher Sinckler, utanríkisráðherra landsins, hafi sagt Ísland hafa stutt vel við lítil eyþróunarríki og því hefðu stjórnvöld á Barbados áhuga á samtarfi við þjóðina í norðri. Slíkt væri til að mynda í samræmi við þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×