Innlent

Bíða þess að flugmálayfirvöld í Bangladess hefji rannsókn

Saudi Arabian Airlines hefur haft flugvél Atlanta á leigu.
Saudi Arabian Airlines hefur haft flugvél Atlanta á leigu.

Forsvarsmenn flugfélagsins Atlanta bíða þess nú að flugmálayfirvöld í Bangladess hefji rannsókn á því hvað gerðist þegar eldur kom upp í vél flugfélagsins í lendingu á Dhaka-flugvelli í gærmorgun.

Eins og fram kom í fréttum í morgun voru 307 farþegar og 19 manna áhöfn í vélinni. Hún var að koma frá Sádi-Arabíu en engan sakaði í óhappinu. Að sögn Lárusar Atlasonar, forstöðumanns flugöryggissviðs Atlanta, var vélin, sem Saudi Arabian Airlines leigir af Atlanta, að aka út af flugbrautinni þegar eldurinn kom upp. Slökkvilið var kallað á vettvang og vélin var rýmd með neyðarrýmingu.

Lárus segir að Atlanta-menn viti ekki hvað hafi gerst en rannsókn málsins sé í höndum þarlendra flugmálayfirvalda. „Mér skilst að það sé frídagur í landinu í dag og því hefur gengið erfiðlega að fá upplýsingar um málið," segir Lárus. Hann bætir við að rannsóknarnefnd flugslysa hér á landi muni að líkindum koma að rannsókninni með heimamönnum þar sem flugvélin sem um ræðir er skráð hér á landi, en hún hefur einkennisstafina TF-ARS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×