Innlent

Forsendunefnd fundar á næstu dögum

Forsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins kemur saman á næstu dögum til að ræða efnahagsástandið og stöðu krónunnar.

Tveir fulltrúar frá ASÍ og tveir frá Samtökum atvinnulífsins sitja í nefndinni og er hlutverk hennar að fylgjast með framvindu efnahagsmála og forsendum kjarasamninga. Standist forsendur samninganna ekki hyggst nefndin koma með tillögur til úrlausnar.

Rúmur mánuður er frá því gengið var frá kjarasamningum og tekur endurskoðunarákvæði þeirra gildi eftir eitt ár. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir ekki liggja fyrir hvort forsendur séu brostnar en mikilvægt sé að nefndin fylgist með gangi mála vegna stöðu krónunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×