Innlent

Síðasti dagur til að skila inn skattframtali í dag

Síðasti dagur til að skila inn skattframtali er í dag. Fyrir þá sem enn eru ekki farnir að huga að skilum, þá er hægt að sækja um frest til 31. mars til 2. apríl.

Símavakt er í gangi hjá ríkisskattstjóra til klukkan 7 í kvöld en allar upplýsingar má finna á vefslóðinni skattur.is. Þeir sem vilja nýta sér aðstoð símavaktarinnar eru hvattir til að gefa sér góðan tíma því það getur tekið einhvern tíma að ná í gegn.

Í morgun höfðu um 67.500 af þeim rúmlega 262 þúsund sem eru á skattskrá skilað inn framtali á Netinu. Rúmlega 90 prósent framtala berast ríkisskattstjóra nú rafrænt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×