Innlent

Þungt hljóð í félagsmönnum Einingar-Iðju vegna verðhækkana

Formaður stærsta verkalýðsfélags landsbyggðarinnar segir þungt í félagsmönnum vegna verðhækkana. Hann telur að ríkisstjórnin verði að aðhafast.

Ekki er langt síðan kjarasamningar verkafólks voru undirritaðir. Þeir gera ráð fyrir að verðbólga megi ekki fara yfir ákveðin mörk og Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju, langstærsta verkalýðsfélagsins utan höfuðborgarsvæðisins, viðurkennir að það hrikti í forsendum samninganna.

Hann segir hljóðið þungt í verkafólki vegna ástandsins enda er rætt um allt að tuttugu prósenta hækkun á matvöruverði. Hann telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×