Innlent

Íhuga að kæra stjórnendur netsíðu fyrir að nota vörumerki í leyfisleysi

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis.

Fyrirtækið Vodafone íhugar að kæra stjórnendur vefsíðunnar wwww.thevikingbay.org vegna notkunar á vörumerki þess. Heimasíðan er svokölluð skráardeilisíða þar sem hægt er að skiptast á höfundarrétarvörðu efni.

Í tilkynningu frá Vodafone segist fyrirtækið hafa fengið fjölda fyrirspurna vegna notkunar vefsíðunnar á vörumerki Vodafone. Umrædd notkun sé í óþökk fyrirtækisins og það hafi ítrekað óskað eftir því að vörumerkið yrði fjarlægt af vefsíðunni en án árangurs. „Verði ekki orðið við þeim óskum mun Vodafone kæra stjórnendur síðunnar til lögreglu fyrir athæfið," segir í tilkynningunni.

Vodafone á Íslandi er fjarskiptafyrirtæki í eigu Teymis sem skráð í Kauphöllina á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×