Innlent

Huginn Heiðar látinn

Huginn Heiðar Guðmundsson lést á gjörgæsludeild Landspítalans aðfararnótt mánudags. Huginn var þriggja ára og hafði háð hetjulega baráttu við alvarleg veikindi allt frá fæðingu í nóvember árið 2004. Hann var fluttur á sjúkrahús á sunnudagskvöld og lést þá um nóttina.

Við fæðingu Hugins kom í ljós að hann var haldinn alvarlegum lifrasjúkdómi. Hann læknaðist af honum eftir að Fjóla Ævarsdóttir móðir hans gaf honum hluta af sinni lifur þegar hann var tæplega eins árs. Þá tóku hins vegar við frekari veikindi og Huginn var alfarið bundinn við súrefnisgjöf.

Hann vann hug og hjörtu lesenda Vísis í desember þegar fjallað var um veikindi hans. Hér má sjá umfjöllunina og að ofan myndband sem gert var í kringum söfnun tengda henni.

Starfsfólk Vísis sendir fjölskyldu Hugins innilegar samúðarkveðjur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×