Innlent

Forsætisráðuneytið auglýsir eftir framboðum til forseta

MYND/Vilhelm

Forsætisráðuneytið birtir í dag auglýsingu um framboð og kjör forseta Íslands en samkvæmt ákvörðun fer forsetakjör fram 28. júní ef fleiri en einn bjóða sig fram.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur þegar lýst því yfir að hann sé tilbúinn að sitja áfram ef það sé vilji þjóðarinnar en það tilkynnti hann í áramótaávarpi sínu. Enginn annar hefur lýst yfir framboði en Ástþór Magnússon, sem tvisvar hefur boðið sig fram, hefur boðist til að greiða fyrir kosningarnar.

Framboðum til forsetakjörs skal skila til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um að þeir séu kosningarbærir, eigi síðar en fimm vikum fyrir kjördag. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna en mest 3000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×