Innlent

Laun tvöfaldast að meðaltali á átta árum

Regluleg laun hér á landi tvöfölduðust á árabilinu 1998 til 2006 samkvæmt nýjum töflum sem finna má á heimasíðu Hagstofunnar. Regluleg laun voru að meðaltali 150 þúsund krónur árið 1998 en árið 2006 voru þau 297 þúsund.

Þegar horft er til karla og kvenna reyndust launin 167 þúsund hjá körlum og 116 þúsund hjá konum árið 1998 en voru komin upp í 321 þúsund hjá körlum og 248 þúsund hjá konum fyrir tveimur árum. Með reglulegum launum er á átt við laun fyrir umsaminn vinnutíma, hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu. Í þessum launum eru hvers konar álags-, bónus- og kostnaðargreiðslur, svo sem föst yfirvinna, sem gerðar eru upp á hverju útborgunartímabili.

Þegar horft er til heildarlauna, sem eru öll laun einstaklingsins, þar með talin orlofs- og desemberuppbót, eingreiðslur og fleira, kemur í ljós að fólk fékk að meðaltali 192 þúsund krónur árið 1998 en 383 þúsund átta árum síðar.

Karlar fengu 220 þúsund krónur fyrir tæplega 48 unnar stundir á viku en konur 139 fyrir tæpar 44 stundir árið 1998. Árið 2006 fengu karlar 424 þúsund fyrir 46,5 unnar stundir en konur 298 þúsund krónur fyrir 42 vinnustundir á viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×