Innlent

Þriðja íkveikjan á einum sólarhring

Slökkvilið að störfum. Mynd úr safni.
Slökkvilið að störfum. Mynd úr safni. Mynd/ Rósa.

Kveikt var í rusli við hús við Snorrabraut í Reykjavík seint í gærkvöldi og var slökkvilið kallað á vettvang. Það slökkti eldinn á svip stundu og hlaust ekki tjón af. Talið er full víst að kveikt hafi verið í af ásetningi.

Er þetta því þriðja íkveikjan á höfuðborgarsvæðinu á einum sólarhring, því allt bendir til að kveikt hafi verið í yfirgefnu húsi við Hverfisgötu og í Valdorf skólanum í Breiðholti. Þá hafa fimm mannlausir bílar skemmst í eldi á skömmum tíma. Lögregla rannsakar meðal annars hvort tengsl séu á milli þessara atvika.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×