Erlent

Tvö leyniherbergi til viðbótar fundin í Jersey

Rannsókn lögreglu hefur staðið yfir frá því í febrúar.
Rannsókn lögreglu hefur staðið yfir frá því í febrúar. MYND/AFP

Tvö refsingarherbergi hafa fundist á upptökuheimili í Jersey til viðbótar við þau tvö sem fundust við rannsókn lögreglu í febrúar. Réttarrannsóknarmenn fundu leyniherbergin á heimilinu sem nefnist Haut de la Garenne á Ermasundseynni.

Um 100 manns halda því fram að þeir hafi verið líkamlega og kynferðislega misnotaðir á heimilinu frá sjöunda áratugnum.

Við rannsókn á fyrri herbergjunum tveimur fannst baðkar og í því leifar af mannablóði ásamt skilaboðunum „Ég hef verið slæmur svo árum skiptir" sem voru rituð á vegg. Þar fannst einnig leynihurð og hlekkir. Húsið gekk undir heitinu Hryllingshúsið eftir að hauskúpa og bein barns fundust í húsinu 23. febrúar síðastliðinn.

Gordon Claude Wateride er sá eini sem hefur verið ákærður í tengslum við rannsóknina. Hann er sakaður um að hafa misnotað stúlkur undir 16 ára aldri frá árunum 1969 og 1979. Talið er að rúmlega 40 manns liggi undir grun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×