Innlent

Búið að slökkva eldinn í Breiðholti

Eldur kom upp í Waldorfskólanum Sólstöfum í Hraunbergi 12 í Breiðholti í dag. Um var að ræða stórt útkall hjá Slökkviliðinu eins og alltaf þegar um skóla er að ræða. Vel gekk að slökkva eldinn og en nú er verið að reykræsta.

Um er að ræða bráðabirgðahúsnæði sem skipt er í þrjú rými. Eldurinn kom upp í miðrýminu og hafði eldurinn kraumað í einhvern tíma að sögn slökkviliðs.

Enginn var inni í byggingunni þar sem frí var í skólanum í dag. Ekki er vitað um eldsupptök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×