Innlent

Fangaflugvél lenti í Keflavík í hádeginu

Andri Ólafsson skrifar
Þetta er vélin sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag.
Þetta er vélin sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag.

Tveggja hreyfla vél í eigu fyrirtækisins Aviation Specialities lenti á Keflavíkurflugvelli í hádeginu í dag. Aviation Specialities er skúffufyrirtæki í eigu CIA sem grunað hefur verið um að notað í fangaflug.

Vélin, sem er af gerðinni Beechcraft C350, lenti klukkan 12:42 í dag. Hún tók eldsneyti og lagði af stað áleiðis til Syðri-Straumsfjarðar á Grænlandi klukkan 13:30.

Áður en hún gerði það fór starfsmaður tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli um borð í vélina. Hann fékk þær upplýsingar að vélin væri á leiðinni til Manchester í New Hampshire ríki í Bandaríkjunum. Í vélinni voru tveir flugmenn en engir farþegar.

Vélin kom hingað frá Solna-flugvellinum í Stavanger en þaðan kom hún frá Brno Turany í Tékklandi þaðan sem hún kom frá Búkarest í Rúmeníu.

Eins og fyrr segir hefur fyrirtækið Aviation Specialities, eigandi vélarinnar, verið bendlað við svokallað fangaflug bandarískra stjórnvalda. Með fangaflugi er átt við að menn sem grunaðir eru um að eiga aðild að hryðjuverkasamtökum eru handteknir og fluttir til yfirheyrslna í löndum sem leyfa harkalegar yfirheyrsluaðferðir, jafnvel pyntingar.

Í skýrslu sem Evrópuþingið lét gera árið 2006 um fangaflug kemur fram að Aviation Specialities sé staðsett í Baltimore í Bandaríkjunum og sé skúffufyritæki í eigu bandarísku leyniþjónustunar CIA.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.