Innlent

Handtóku skipstjóra grunaðan um ölvun við siglingu

Lögreglan á Vestfjörðum handtók í gær skipstjóra á 15 tonna hraðfiskibáti, þegar hann kom til hafnar á Suðureyri, þar sem skipstjórinn var grunaður um ölvun við siglingu.

Sömu mörk eru um áfengismagn í blóði skipstjórnarmanna og ökumanna bíla. Skipstjórinn á yfir höfði sér sekt og að verða sviftur siglingaréttindum um tíma. Einn hásti var um borð, en hann tengist ekki málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×