Innlent

Meintir nauðgarar í gæsluvarðhald fram á fimmtudag

Mennirnir fimm sem handteknir voru í tengslum við nauðgun um helgina hafa allir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram á fimmtudag.

Mennirnir sem allir eru erlendir ríkisborgarar eru grunaðir um að hafa nauðgað stúlku í heimahúsi í vesturbæ Reykjavíkur í fyrrinótt.

Að sögn Sigurbjörns Víðis Eggertssonar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fór lögreglan fram á gæsluvarðhald fram á fimmtudag og var það samþykkt.

Rannsókn málsins gengur vel en hann getur ekki staðfest að stúlkunni hafi verið byrlað ólyfjan eins og grunur lék á. Hún hinsvegar ber við minnisleysi sem styður þá kenningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×