Innlent

Fjórir handteknir í tengslum við fíknefna- og vopnamál

MYND/GVA

Fjórir menn eru í haldi lögreglunnar í tengslum við tvö fíkniefna- og skotvopnamál sem upp komu í morgun.

Þá gerði rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tvær húsleitir ásamt sérsveit Ríkislögreglustjóra og hundadeild lögreglunnar og fann tvö skotvopn, fíkniefni og önnur vopn.

Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar að skotvopnunum, sem fundust, hafi verið stolið úr heimahúsi í Hafnarfirði á föstudag. Sem fyrr segir eru fjórir í haldi lögreglunnar og er fimmta mannsins leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×