Innlent

Rændur á leið heim úr miðbænum

Lögreglu tókst ekki að hafa hendur í hári árásarmannana.
Lögreglu tókst ekki að hafa hendur í hári árásarmannana.

Ráðist var á mann í Reykjavík í nótt og hann sleginn niður og rændur. Maðurinn var á leið heim úr miðbænum rétt fyrir klukkan sex í nótt þegar þrír menn réðust á hann. Hann slasaðist ekki alvarlega en mennirnir höfðu af honum veskið með fimmtán þúsund krónum og iPod tónlistarspilara.

Árásin átti sér stað Hringbraut, á horninu við Gamla kirkjugarðinn og Bókhlöðuna. Lögregla kom á vettvang en þá voru ræningjarnir á bak og burt. Vaktstjóri segir að engin vitni hafi verið að árásinni og að fórnarlambið hafi ekki getað gefið lýsingu á árásarmönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×