Innlent

Fimm bílar í árekstrum við Arnarnesbrú

Einn var fluttur á slysadeild með minni háttar áverka eftir árekstur þriggja bíla nærri Arnarnesbrúnni í Garðabæ nú á fimmta tímanum. Skammt þar frá varð svo tveggja bíla árekstur en þar urðu ekki meiðsl á fólki að sögn lögreglu. Nokkrar tafir urðu á umferð vegna slysanna tveggja.

Við þetta má bæta að níu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Átta voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Hafnarfirði. Þetta voru átta karlar á aldrinum 18-27 ára og ein kona, 22 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×