Hljómplata ársins: Popp/dægurtónlist 6. mars 2008 18:23 Allt fyrir ástina - Páll Óskar ,,Júrótrass" er orð sem notað er yfir hluta evrópskrar danstónlistar. Á vissan hátt fellur tónlistin á þessari plötu undir þennan umdeilda flokk en lyftir honum á hærra plan vegna glæsilegs flutnings, útsetninga og alls frágangs. Lögin eru skemmtileg og melódísk, takturinn frísklegur út í gegn og rofnar aldrei þar sem lögin eru faglega tengd saman, eins og sæmir góðum plötusnúði. Textarnir eru kapítuli út af fyrir sig í svona umhverfi; vitræn þroskasaga manns í gegnum brokkgengt ástalíf. Frágangur/Hold er mold - Megas & Senuþjófarnir Megas sendi frá sér plötutvennuna Frágang og Hold er mold með Senuþjófunum. Á þessum tveim plötum eru alls 28 lög sem sýna að það er engin þurrð hjá Megasi. Hann á greinilega nóg eftir enn. Í útsetningunum er horft til baka til hans gömlu meistaravera frá áttunda áratugnum, og textar, lög og söngur Megasar eru framúrskarandi. Tímarnir okkar - Sprengjuhöllin Sprengjuhöllin boðar endurreisn íslenska poppsins. Tímarnir okkar stendur undir öllu lofinu sem á hana hefur verið hlaðið; lagasmíðarnar eru grípandi, útsetningarnar skemmtilegar og textarnir ná að fanga tíðarandann á einstakan hátt. Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Allt fyrir ástina - Páll Óskar ,,Júrótrass" er orð sem notað er yfir hluta evrópskrar danstónlistar. Á vissan hátt fellur tónlistin á þessari plötu undir þennan umdeilda flokk en lyftir honum á hærra plan vegna glæsilegs flutnings, útsetninga og alls frágangs. Lögin eru skemmtileg og melódísk, takturinn frísklegur út í gegn og rofnar aldrei þar sem lögin eru faglega tengd saman, eins og sæmir góðum plötusnúði. Textarnir eru kapítuli út af fyrir sig í svona umhverfi; vitræn þroskasaga manns í gegnum brokkgengt ástalíf. Frágangur/Hold er mold - Megas & Senuþjófarnir Megas sendi frá sér plötutvennuna Frágang og Hold er mold með Senuþjófunum. Á þessum tveim plötum eru alls 28 lög sem sýna að það er engin þurrð hjá Megasi. Hann á greinilega nóg eftir enn. Í útsetningunum er horft til baka til hans gömlu meistaravera frá áttunda áratugnum, og textar, lög og söngur Megasar eru framúrskarandi. Tímarnir okkar - Sprengjuhöllin Sprengjuhöllin boðar endurreisn íslenska poppsins. Tímarnir okkar stendur undir öllu lofinu sem á hana hefur verið hlaðið; lagasmíðarnar eru grípandi, útsetningarnar skemmtilegar og textarnir ná að fanga tíðarandann á einstakan hátt.
Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira