Enski boltinn

Keegan nýtur stuðnings

Newcastle er aðeins þremur stigum frá fallsvæðinu
Newcastle er aðeins þremur stigum frá fallsvæðinu NordcPhotos/GettyImages

Chris Mort, framkvæmdastjóri Newcastle, segir að Kevin Keegan njóti traust stjórnar félagsins þó hann hafi enn ekki náð að landa sínum fyrsta sigri sem knattspyrnustjóri. Hann á að baki sjö leiki með liðið og hefur aðeins náð þremur jafnteflum.

"Kevin nýtur stuðnings okkar og við hefðum ekki skipt um stjóra á miðri leiktíð ef allt hefði verið í himnalagi. Liðið var að spila illa framan af en það er allt að koma til undir stjórn Keegan. Kevin vill snúa við blaðinu og hann kom hingað til þess," sagði Mort.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×