Tíminn að renna út með kaup á risabor 1. mars 2008 18:48 Sveitarstjórnarmenn og verktakar á Austurlandi kanna nú möguleika á að kaupa síðasta risaborinn í Kárahnjúkum áður en hann verður sendur úr landi eftir tvo mánuði. Íslendingum býðst að fá borinn fyrir lágt verð en forsenda kaupanna er að samstaða náist milli sveitarfélaga og stjórnvalda um að ráðast í jarðgangagerð á Miðausturlandi. Tveir risaboranna hafa lokið störfum við Kárahnjúkavirkjun og eru komnir úr landi. Þriðji og síðasti borinn lýkur borun aðrennslisganga frá Eyjabökkum í lok næsta mánaðar. Áhugamenn um jarðgöng á Austurlandi segja að nú sé síðasta tækifæri að renna mönnum úr greipum til að halda svo afkastamiklu tæki í landinu og leita nú allra leiða til að fá borinn keyptan. Þeirra á meðal er Unnar Elísson, hjá verktakafyrirtækjunum Héraðsverki og Myllunni, en hann segir að kostnaðaráætlun, sem Austfirðingar hafi látið gera, bendi til þess að jarðgöng á miðhluta Austfjarða yrðu 20 prósentum ódýrari ef slíkur bor yrði fenginn í verkið miðað við hefðbundna aðferð. Það eru þrenn göng sem menn hafa í huga fyrir risaborinn, samtals 16 til 18 kílómetra löng, sem myndu tengja Egilsstaði, Seyðisfjörð og Neskaupstað um Mjóafjörð. Unnar segir að kannað hafi verið óformlega hvað myndi kosta að kaupa borinn og segir héraðsblaðið Austurglugginn að hann myndi fást fyrir 10-12 prósent af upphaflegu kaupverði, eða á 140 milljónir króna. Því til viðbótar yrði að verja fimm til 800 milljónum króna til kaupa á stærri borkrónu og öðrum búnaði, og gæti heildardæmið nálgast einn milljarð króna. Unnar segir að forsenda kaupanna sé að bæði sveitarfélög á Austurlandi og ríkisvaldið nái samstöðu um að ráðast í svo umfangsmikla jarðgangagerð. Sjálfur kveðst hann reyndar svartsýnn á að slík samstaða náist og segir að menn séu að renna út á tíma. Ólafur Sigurðsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, telur þetta gríðarlega mikilvægt verkefni og kveðst líta á þetta sem lokaáfangann í uppbyggingunni á Mið-Austurlandi, að tengja byggðarlögin saman með jarðgöngum. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn og verktakar á Austurlandi kanna nú möguleika á að kaupa síðasta risaborinn í Kárahnjúkum áður en hann verður sendur úr landi eftir tvo mánuði. Íslendingum býðst að fá borinn fyrir lágt verð en forsenda kaupanna er að samstaða náist milli sveitarfélaga og stjórnvalda um að ráðast í jarðgangagerð á Miðausturlandi. Tveir risaboranna hafa lokið störfum við Kárahnjúkavirkjun og eru komnir úr landi. Þriðji og síðasti borinn lýkur borun aðrennslisganga frá Eyjabökkum í lok næsta mánaðar. Áhugamenn um jarðgöng á Austurlandi segja að nú sé síðasta tækifæri að renna mönnum úr greipum til að halda svo afkastamiklu tæki í landinu og leita nú allra leiða til að fá borinn keyptan. Þeirra á meðal er Unnar Elísson, hjá verktakafyrirtækjunum Héraðsverki og Myllunni, en hann segir að kostnaðaráætlun, sem Austfirðingar hafi látið gera, bendi til þess að jarðgöng á miðhluta Austfjarða yrðu 20 prósentum ódýrari ef slíkur bor yrði fenginn í verkið miðað við hefðbundna aðferð. Það eru þrenn göng sem menn hafa í huga fyrir risaborinn, samtals 16 til 18 kílómetra löng, sem myndu tengja Egilsstaði, Seyðisfjörð og Neskaupstað um Mjóafjörð. Unnar segir að kannað hafi verið óformlega hvað myndi kosta að kaupa borinn og segir héraðsblaðið Austurglugginn að hann myndi fást fyrir 10-12 prósent af upphaflegu kaupverði, eða á 140 milljónir króna. Því til viðbótar yrði að verja fimm til 800 milljónum króna til kaupa á stærri borkrónu og öðrum búnaði, og gæti heildardæmið nálgast einn milljarð króna. Unnar segir að forsenda kaupanna sé að bæði sveitarfélög á Austurlandi og ríkisvaldið nái samstöðu um að ráðast í svo umfangsmikla jarðgangagerð. Sjálfur kveðst hann reyndar svartsýnn á að slík samstaða náist og segir að menn séu að renna út á tíma. Ólafur Sigurðsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, telur þetta gríðarlega mikilvægt verkefni og kveðst líta á þetta sem lokaáfangann í uppbyggingunni á Mið-Austurlandi, að tengja byggðarlögin saman með jarðgöngum.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira