Innlent

Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur lokað

Lokað er á milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna snjóflóða og Skagavegur við Víkur var lokaður í dag vegna ræsagerðar. Á norðanverðum Vestfjörðum er ekkert ferðaveður. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má búast við snjófljóðahættu á vegum undir fjallshlíðum víða á svæðinu.

Hálka er á Hellisheiði, Sandskeiði og í Þrengslum.

Á Vesturlandi er hálka og skafrenningur. Þæfingur og éljagangur er á Fróðárheiði. Hálka er á Holtavörðuheiði og á Bröttubrekku.

Á norðanverðum Vestfjörðum er allur mokstur hættur í Ísafjarðardjúpi og á Steingrímsfjarðarheiði. Á sunnanverðum Vestfjörðum er snjóþekja og skafrenningur á milli Patreksfjarðar og Bíldudals og yfir Kleifaheiði. Hálka er á Barðaströnd og ófært eru um Klettsháls.

Á Norður- og Norðausturlandi er hálka, hálkublettir, éljagangur og skafrenningur. Hálka og éljagangur er á Öxnadalsheiði Á Austurlandi er víðast hvar snjóþekja en annars hálka og hálkublettir.

Snjóþekja er á Breiðdalsheiði. Ófært er á Öxi.

Á Suðausturlandi er hálka og hálkublettir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×