Innlent

Boðar aðhald í yfirstjórn borgarinnar

MYND/Daníel R.

Tillaga Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra um aðgerðir til að auka aðhald hjá yfirstjórn borgarinnar samhliða þriggja ára áætlun borgarinnar var samþykkt á fundi borgarráðs í dag.

Fram kemur í tilkynningu frá borginni að nauðsynlegt sé að kanna aðgerðir sem leitt geti til sparnaðar, sérstaklega kostnað við nefndir og ráð borgarinnar. Jafnframt verði leitað nýrra leiða til aukins aðhalds án þess að það hafi áhrif á þjónustu við borgarbúa. Stjórnkerfisnefnd var falið að vinna tillögur um slíkar aðgerðir og leggja fyrir borgarráð eigi síðar en 1. maí.

Segir í tilkynningunni að með þessari tillögu vilji borgarstjóri leggja sitt að mörkum til að koma á sparnaði og aðhaldi í fjármálastjórn borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×