Innlent

Umferðarstofa margoft bent á ónógar merkingar

Einar Magnús Magnússon.
Einar Magnús Magnússon.

Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu segir að þar á bæ hafi mönnum borist fjöldi ábendinga um ónógar merkingar við Voga- og Grindavíkurafleggjara, ekki síst frá vegfarendum.

„Öllum þeim ábendingum hefur verið komið til Vegagerðarinnar og lögreglu, auk þess sem fundað hefur verið um málið," segir Einar. Í hádegisfréttum Stöðvar 2 var sagt frá því að lögreglan á Suðurnesjum hafi margoft bent Vegaegerðinni á nauðsyn úrbóta auk þess sem Umferðarstofu hafi ítrekað verið greint frá málinu, án árangurs.

Hann segir að Umferðarstofa sé ekki eftirlitsaðili með þessum málum og því sé það ekki í verkahring hennar að bregðast við þessu með öðrum hætti en þeim að láta til þess bæra aðila vita. „Það er því alrangt að Umferðarstofa hafi ekkert brugðist við í þessu máli," segir Einar Magnús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×