Innlent

Vilja fá að kaupa litað bensín

Fjögur þúsund og fimm hundruð manns hafa ritað undir áskorun þess efnis að stjórnvöld heimili Atlantsolíu að selja litað bensín á tæki, sem ekki nota vegakerfið. Það eru meðal annars þyrlur, skemmtibátar og sláttuvélar.

Litað bensín yrði undanþegið 33 krónu bensíngjaldi til vegamála. Undirskriftalistinn verrður afhentur stjórnvöldum i næstu viku og segir talsmaður Atlantsolíu að ekki tæki nema sex vikur að koma þessu í framkvæmd, ef heimild fengist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×