Innlent

Loðnuveiðar heimilaðar á ný - má veiða 100 þúsund tonn

Einar K. Guðfinsson sjávarútvegsráðherra hefur heimilað loðnuveiðar á ný en þær voru stöðvaðar í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.

Þar segir að ákvörðunin sé tekin á grundvelli ráðgjafar Hafrannsóknastofnunarinnar. Jafnframt er gefið út breytt heildaraflamark þannig að í hlut Íslendinga koma um 100 þúsund tonn í stað þeirra 121 þúsund tonna sem áður var búið að úthluta.

 

Hafrannsóknastofnunin mun áfram fylgjast með þróun mála á miðunum og meta ástandið.

 

 

 

Ákveðið var fyrir tæpri viku að banna veiðarnar í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar þar sem ekki fundust þau 400 þúsund tonn af fiskinum sem leitast skal við að skilja eftir til að viðhalda loðnustofninum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×