Vilja skoða það að endurvekja Þjóðhagsstofnun 27. febrúar 2008 14:07 MYND/Anton Tveir þingmenn Samfylkingarinnar vilja skoða það að Þjóðhagsstofnun verði endurvakin sem rannsóknarstofnun í efnahagsmálum. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag. Þeir eru ósammála tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins um að hverfa frá verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Sigfús Karlsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og vísaði til greina sem sjálfstæðismennirnir Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson skrifuðu um efnahagsmál og birt var í Morgunblaðinu í gær. Þar lýstu þeir áhyggjum af stöðu efnhagslífsins og fjármálamarkaðarins. Sagðist Sigfús deila áhyggjum með þingmönnunum tveimur en hann gæti þó ekki verið sammála öllum þeim aðgerðum sem þeir legðu til. Þar á meðal væri sú hugmynd að flytja almennan hluta Íbúðalánasjóðs út á markaðinn. Vísaði hann til fréttar Stöðvar 2 í gær um að bankar væru tregir til að lána til íbúðakaupa og einn þeirra hefði vísað á Íbúðalánasjóð. Spurði hann Bjarna Benediktsson hvort það væri stefna ríkisstjórnarinnar að breyta sjóðnum eins og lýst væri í greininni. Vísbendingar um að íbúðalánakerfið standist ekki EES-ákvæði Bjarni benti á að flokksbróðir Sigfúsar hefði í tíð sinni sem félagsmálaráðherra verið að vinna að breytingum á sjóðnum. Þær hefðu falist í því að færa verkefni á hinn almennan markað. Hins vegar hefði verið talað um að finna félagslegu hlutverki sjóðsins farveg. Þá benti hann á að sterkar vísbendingar væru um að íbúðalánakerfið stæðist ekki ákvæði EES-samningsins og því gæti sú staða komið brátt upp að menn yrðu þvigaðir til að skoða málið. Það væri jafnframt liður í því að skapa fjármálamarkaði góð skilyrði hér á markað. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist sammála greinarhöfundum um að koma ætti á auknu samráði og rannsóknum í efnahagsmálum. Menn fyndu fyrir því að það vantaði stofnun í ætt við Þjóðhagsstofnun. Kallaði hann eftir fordómalausri umræðu um efnahagsmál. Hins vegar yrðu menn að halda í verðbólgumarkmið Seðlabankans og óvarlegt væri að breyta viðmiðum þar um eins og Bjarni og Illugi hefðu lagt til. Í svipaðan streng tók Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, og sagði að fara yrði varlega í það yfirgefa verðbólgumarkmið Seðlabankans. Með því að ná niður verðbólgu mætti ná stöðugleika. Þá sagði hann að mikil þensla hefði verið í efnahagslífinu sem væri að einhverju leyti enn í gangi. Þá taldi hann að hverfa ætti til fyrri tíma og efndurvekja Þjóðhagsstofnun. Las Litlu gulu hænuna í gær Bæði Steingrímur J. Sigfússon og Guðni Ágústsson, formenn Vinstri grænna og Framsóknarflokksins, sögðu gott að einhverjir úr stjórnarliðinu hefðu vaknað og áttað sig á ástandinu. Minnti Steingrímur á að vinstri - græn hefðu í þrígang lagt fram þingsályktunartillögu um aðgerðir til að koma á stöðugleika í efnahagsmálum. Þar væru tillögur sem finna mætti í grein Bjarna og Illuga. Sagðist hann vonast til þess að tvímenningarnir gætu vakið stjórnarflokkanna í málinu. Þá andmælti hann því harðlega að leggja ætti niður Íbúðalánasjóð í núverandi mynd og benti á að yfirgnæfandi stuðningur væri við sjóðinn hjá fasteignasölum. Guðni sagðist hafa verið að lesa Litlu gulu hænuna í gær og vísað til þess að svínið, hundurinn og kötturinn hefðu ekki viljað baka brauðið en það þyrfti að gera það. Sama ætti við um ástandið í efnahagsmálum, menn yrðu að horfast í augu við það. Sagði hann að ekki væri lengur samstaða um það í stjórnarflokkunum að gera ekki neitt og þakkaði guði fyrir að tveir stjórnarþingmenn af 43 hefðu opnað augun og tækju undir með framsóknarmönnum. Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Tveir þingmenn Samfylkingarinnar vilja skoða það að Þjóðhagsstofnun verði endurvakin sem rannsóknarstofnun í efnahagsmálum. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag. Þeir eru ósammála tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins um að hverfa frá verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Sigfús Karlsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og vísaði til greina sem sjálfstæðismennirnir Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson skrifuðu um efnahagsmál og birt var í Morgunblaðinu í gær. Þar lýstu þeir áhyggjum af stöðu efnhagslífsins og fjármálamarkaðarins. Sagðist Sigfús deila áhyggjum með þingmönnunum tveimur en hann gæti þó ekki verið sammála öllum þeim aðgerðum sem þeir legðu til. Þar á meðal væri sú hugmynd að flytja almennan hluta Íbúðalánasjóðs út á markaðinn. Vísaði hann til fréttar Stöðvar 2 í gær um að bankar væru tregir til að lána til íbúðakaupa og einn þeirra hefði vísað á Íbúðalánasjóð. Spurði hann Bjarna Benediktsson hvort það væri stefna ríkisstjórnarinnar að breyta sjóðnum eins og lýst væri í greininni. Vísbendingar um að íbúðalánakerfið standist ekki EES-ákvæði Bjarni benti á að flokksbróðir Sigfúsar hefði í tíð sinni sem félagsmálaráðherra verið að vinna að breytingum á sjóðnum. Þær hefðu falist í því að færa verkefni á hinn almennan markað. Hins vegar hefði verið talað um að finna félagslegu hlutverki sjóðsins farveg. Þá benti hann á að sterkar vísbendingar væru um að íbúðalánakerfið stæðist ekki ákvæði EES-samningsins og því gæti sú staða komið brátt upp að menn yrðu þvigaðir til að skoða málið. Það væri jafnframt liður í því að skapa fjármálamarkaði góð skilyrði hér á markað. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist sammála greinarhöfundum um að koma ætti á auknu samráði og rannsóknum í efnahagsmálum. Menn fyndu fyrir því að það vantaði stofnun í ætt við Þjóðhagsstofnun. Kallaði hann eftir fordómalausri umræðu um efnahagsmál. Hins vegar yrðu menn að halda í verðbólgumarkmið Seðlabankans og óvarlegt væri að breyta viðmiðum þar um eins og Bjarni og Illugi hefðu lagt til. Í svipaðan streng tók Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, og sagði að fara yrði varlega í það yfirgefa verðbólgumarkmið Seðlabankans. Með því að ná niður verðbólgu mætti ná stöðugleika. Þá sagði hann að mikil þensla hefði verið í efnahagslífinu sem væri að einhverju leyti enn í gangi. Þá taldi hann að hverfa ætti til fyrri tíma og efndurvekja Þjóðhagsstofnun. Las Litlu gulu hænuna í gær Bæði Steingrímur J. Sigfússon og Guðni Ágústsson, formenn Vinstri grænna og Framsóknarflokksins, sögðu gott að einhverjir úr stjórnarliðinu hefðu vaknað og áttað sig á ástandinu. Minnti Steingrímur á að vinstri - græn hefðu í þrígang lagt fram þingsályktunartillögu um aðgerðir til að koma á stöðugleika í efnahagsmálum. Þar væru tillögur sem finna mætti í grein Bjarna og Illuga. Sagðist hann vonast til þess að tvímenningarnir gætu vakið stjórnarflokkanna í málinu. Þá andmælti hann því harðlega að leggja ætti niður Íbúðalánasjóð í núverandi mynd og benti á að yfirgnæfandi stuðningur væri við sjóðinn hjá fasteignasölum. Guðni sagðist hafa verið að lesa Litlu gulu hænuna í gær og vísað til þess að svínið, hundurinn og kötturinn hefðu ekki viljað baka brauðið en það þyrfti að gera það. Sama ætti við um ástandið í efnahagsmálum, menn yrðu að horfast í augu við það. Sagði hann að ekki væri lengur samstaða um það í stjórnarflokkunum að gera ekki neitt og þakkaði guði fyrir að tveir stjórnarþingmenn af 43 hefðu opnað augun og tækju undir með framsóknarmönnum.
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira