Innlent

Á sjúkrahús með kalsár á fæti

Björgunarsveitarmenn úr Mývatnssveit og Reykjadal sóttu í nótt tvo pólska skíðagöngumenn sem höfðust við í skála í Kistufelli norðan Vatnajökuls.

Þeir óskuðu eftir aðstoð þar sem annar var kominn með kal á fæti og gat ekki gengið lengra. Björgunarmenn lögðu af stað um kvöldmatarleytið og komu með mennina til byggða um klukkan tíu í morgun þar sem annar björgunarsveitarbíll tók við manninum, sem var með kalsárin, og flutti hann á sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.

Afleit færð var á hálendinu, en ferðin gekk vel miðað við aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×