Innlent

Kynnti Moon framboð Íslands til Öryggisráðsins

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, átti í gærkvöldi fund með Ban Ki Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Jafnfréttismál og framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna voru efst á baugi.

Ingibjörg Sólrún hefur verið í New York síðustu daga á árlegum fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Klukkan níu í gærkvöldi að íslenskum tíma, hitti hún svo Ban Ki Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en fimm ár eru síðan utanríkisráðherra Íslands átti síðast fund með framkvæmdastjóranum.

Á fundi þeirra voru jafnréttismálin, mikilvægi þeirra í alþjóðlegu samhengi og sem forsendu árangurs á sviði friðar, öryggis og loftslagsbreytinga helst til umræðu, en að sjálfsögðu bar framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna einnig á góma. Ingibjörg Sólrún kynnti þar fyrir framkvæmdastjóranum hugmyndir Íslands á þessu sviði og nauðsyn þess að rödd smáríkja heyrðist innan ráðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×