Innlent

Hafa ekki heyrt um lóðaúthlutun til Iceland Express

Hvorki Gísli Marteinn Baldursson né Dagur B. Eggertsson hafa heyrt um fyrirhugaða lóðaúthlutun til Iceland Express á Reykjavíkurflugvelli.

Samkvæmt fréttum í gær hefur Iceland Express fengið vilyrði fyrir lóð undir starfssemi innanlandsflugs flugfélagsins á Reykjavíkurflugvelli.

Þeir Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur, og Dagur Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, voru gestir þeirra Heimis og Kollu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar kom fram að hvorugur hafði heyrt um þessa lóðaúthlutun og staðfestu að svo sannarlega hefði málið ekki komið inn á borð þeirra.

Hvorugur gat því staðfest hvort Iceland Express hefði fengið úthlutað lóð á Reykjavíkurflugvelli.

Hlusta má á viðtalið við Gísla Martein og Dag hér. http://www.bylgjan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=32369




Fleiri fréttir

Sjá meira


×