Innlent

Þrír slösuðust í hörðum árekstri á Akureyri

Fólksbíllinn er gerónýtur.
Fólksbíllinn er gerónýtur. Mynd/ Birgir H. Stefánsson

Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild eftir að strætisvagn og fólksbíll rákust saman á Drottningarbraut við Austurbrú á Akureyri um hálfníu í kvöld. Að sögn lögreglunnar slasaðist einn maður til viðbótar en meiðsl hans eru ekki talin vera eins alvarlega og hinna tveggja. Fólksbíllinn er gerónýtur að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×