Innlent

Spyr hvort kaupin á Laugavegi 4-6 séu fjármögnuð af ÍTR

Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins.
Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins.

Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, spyr hvort kaupin á húsunum við Laugaveg 4-6 séu fjármögnuð af stofnkostnaðaráætlun Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg keypti húsin að Laugavegi 4-6 á 580 milljónir króna, skömmu eftir að meirihluti F-lista og sjálfstæðismanna var myndaður.  

Í samtali við Vísi sagði Óskar að í þriggja ára áætlun Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafi verið gert ráð fyrir rúmum tveimur milljörðum króna í uppbyggingu íþróttamannvirkja á árinu 2009 og sambærilegri upphæð á árinu 2010. Í þriggja ára áætlun F-lista og Sjálfstæðisflokksins, sem kynnt var fyrr í febrúar, sé hins vegar gert ráð fyrir að 1220 milljónum krónum verði varið í íþróttamannvirki á árinu 2009 en 1390 milljónum árið 2010. 

Óskar segir að niðurskurðurinn nemi því hátt í milljarði hvort árið og telur að mörg fyrirheit sem hafi verið gefin varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja verði svikin af meirihlutanum í borgarstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×