Innlent

Máli Smáís gegn Eico vísað frá dómi

Smáís, samtök myndréttarhafa á Íslandi, fyrir hönd 365 miðla stefndi fyrirtækinu Eico vegna sölu áskrifta að bresku sjónvarpsstöðinni SKY. Málinu var hinsvegar vísað frá dómi í dag.

Smáís fór fram á að:

Viðurkennt verði með dómi að Eico sé óheimilt að selja eða hafa milligöngu um sölu á áskrift að bresku sjónvarpsstöðinni British Sky Broadcasting (SKY) til notkunar á Íslandi.

Lögbann sem sýslumaðurinn í Reykjavík lagði 2. ágúst 2007, við því að Eico selji eða hafi milligöngu um sölu áskriftar að bresku sjónvarpsstöðinni British Sky Broadcasting (SKY) að því leyti sem sjónvarpsefni British Sky Broadcasting er það sama og það sjónvarpsefni sem 365 miðlar ehf. hefur einkarétt á dreifingu og sýningu á Íslandi, verði staðfest með dómi.

Eico verði dæmt til greiðslu skaðabóta að álitum en til vara að viðurkennd verði bótaskylda stefnda

Eico verði dæmt til greiðslu málskostnaðar, þ.m.t. alls útlagðs og áfallins kostnaðar við lögbannsgerð, allt samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi stefnanda eða samkvæmt mati dómsins ef reikningur verður ekki fram lagður.

Eico krafðist hinsvegar frávísunar málsins frá dómi og málskotnaðar sem dómurinn féllst á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×